Keflavík skoraði fjögur
Keflvíkingar unnu stórsigur á Fram 4-1 í Lengjubikarnum er liðin mættust í Reykjaneshöllinni í gærkvöldi. Keflavík byrjaði leikinn mjög vel og skoruðu strax á 8. min, með marki frá Jóni Gunnari Eysteinssyni.
Jóhann Birnir Guðmundsson bætti svo við tveimur mörkum og staðan 3-0 í hálfleik. Hörður Sveinsson skoraði svo fjórða markið eftir fallega sókn. Ívar Björnsson skoraði mark Fram. Símun Samuelsen átti stórleik fyrir okkur og lagði upp öll mörk okkar manna. Keflavík eru í efsta sæti riðilsins með 9 stig eftir þrjá leiki og markatöluna 11-5.
Næsti leikur hjá Keflavík í Lengjubikarnum er föstudaginn 3.apríl í Kórnum gegn HK.
Ljósmynd: Jón Örvar Arason