Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Keflavík skellti ÍR í æfingaleik
Þriðjudagur 11. mars 2008 kl. 14:38

Keflavík skellti ÍR í æfingaleik

Knattspyrnulið Keflavíkur átti ekki í nokkrum vandræðum með ÍR er liðin mættust í æfingaleik í Reykjaneshöllinn. ÍR sem eru nýkrýndir Reykjavíkurmeistarar fengu ærlega ráðningu. Staðan var 4-0 í leikhléi fyrir Keflavík og var sigurinn aldrei í hættu.
 
Mörkin gerðu þeir Patrik Redo 2, Guðmundur (víti) , Nicolai Jörgensen, Bessi og Högni. Næsti leikur liðsins er í Lengjubikarnum næstkomandi laugardag á Reyðarfirði gegn Fjarðabyggð.
 
Þeir sem léku gegn ÍR í gær:
Ómar (Símon) - Guðjón, Kenneth, Hallgrímur, Nicolai (Garðar) - Bessi (Arnar Skúli), Jón Gunnar, Magnús Þórir (Einar), Símun (Hafsteinn) - Patrik (Högni), Guðmundur (Sigurbjörn) 
 
VF-Mynd/ Jón Örvar Arason - Markaskorarar Keflavíkur í gærkvöldi.
 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024