Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflavík-Skallagrímur 2-1
Fimmtudagur 6. apríl 2017 kl. 21:01

Keflavík-Skallagrímur 2-1

- Öruggur sigur bítlabæjarstúlkna gegn Skallagrími

Keflavíkurstúlkur juku forskotið í 2-1 í einvígi þeirra við Skallagrím í undanúrslitum Domino’s deildar kvenna í körfubolta þegar þær unnu þriðja leik liðanna í TM höllinni í kvöld. Lokatölur urðu 65-52 í öruggum sigri bítlabæjarstúlkna.
Skallagrímsdömur héldu í við Keflvíkinga fram í hálfleik en heimastúlkur höfðu verulega yfirburði í síðari hálfleik og juku forskotið þegar leið á leikinn. Bornesingar máttu sín lítils gegn mjög sterkri vörn Keflvíkinga en munurinn fór mestur í 15 stig í fjórða leikhluta og gestirnir rétt komust yfir 50 stigin.
Breiddin er mun meiri hjá Keflavík og ætti að klára dæmið í Borgarnesi í fjórða leiknum 10. apríl. Þessi leikur var þó sístur gæðalega séð hjá báðum liðum af þessum þremur viðureignum.
Stigahæstar hjá Keflavík:
Ariana Moore 19 stig, Thelma Dís 15, Erna Hákonardóttir 12 (4 þristar) og Fanney Lind 9 stig.
Tavelyn T. skoraði 25 stig fyrir Borgarnes.
Leikhlutar: 13-13 // 13-11 // 18-10 // 21-18.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Moore var góð í leiknum og skoraði mest hjá Keflavík. Erna Hákonardóttir (neðri mynd) skoraði 4 þrista í jafn mörgum tilraunum. VF-myndir/PállOrri.