Keflavík sigrar Nörrköpping
Keflavík vann góðan sigur á sænska liðinu Norrköpping, 112-87, á Norðurlandamóti félagsliða í körfuknattleik í dag. Þeir gætu enn náð öðru sætinu í riðlinum og farið í úrslitaleikinn ef norska liðið tapar í kvöld.
Keflvíkingar töpuðu naumlega fyrir finnska meistaraliðinu Kouvot í gær, 80-75 eftir að hafa leitt mestallan leikinn.
Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflvíkinga, sagðist ánægður með sigurinn í viðtali á heimasíðu félagsins. „Við spiluðum hörkuvel í dag. Það var okkar markmið að bæta okkur í hverjum leik og það hefur tekist, ég er ánægður með það. En það var kannski óþarfi að vera svona lélegir í fyrsta leiknum. Það gerði framfarir þó vissulega auðveldar“
Keflvíkingar töpuðu naumlega fyrir finnska meistaraliðinu Kouvot í gær, 80-75 eftir að hafa leitt mestallan leikinn.
Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflvíkinga, sagðist ánægður með sigurinn í viðtali á heimasíðu félagsins. „Við spiluðum hörkuvel í dag. Það var okkar markmið að bæta okkur í hverjum leik og það hefur tekist, ég er ánægður með það. En það var kannski óþarfi að vera svona lélegir í fyrsta leiknum. Það gerði framfarir þó vissulega auðveldar“