Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflavík sigrar á byrjendamóti í hópfimleikum
Mánudagur 15. nóvember 2004 kl. 11:10

Keflavík sigrar á byrjendamóti í hópfimleikum

Stelpurnar í H-2 úr Fimleikadeild Keflavíkur gerðu góða ferð til Hveragerðis á dögunum þar sem þær sigruðu á Byrjendatrompmóti Hamars. Keppendur á mótinu voru á aldrinum 10-14 ára og komu þeir víðs vegar af landinu.

Alls voru 11 lið skráð til leiks og sigruðu Keflavíkurstúlkur með 24,01 stig. Glæsilegur árangur hjá stelpunum sem hafa æft trompfimleika í tæp tvö ár. 

VF-mynd/ Óli Bjarna: Efri röð frá vinstri: Ásdís Ólafsdóttir, þjálfari, Hólmfríður, Guðrún, Ásdís, Dóróthea, Bryndís Björk, Anna Margrét, Sunneva og Jóna. Neðri röð frá vinstri: Bryndís Dögg, Díana, Louisa, Anný, Thelma og Anna Guðrún.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024