Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflavík sigraði þrátt fyrir að skora aðeins 4 stig í síðasta leikhluta
Þriðjudagur 5. apríl 2011 kl. 18:57

Keflavík sigraði þrátt fyrir að skora aðeins 4 stig í síðasta leikhluta



Keflvíkingar fóru með sigur af hólmi í Ljónagryfjunni í kvöld þrátt fyrir að skora aðeins 18 stig í síðari hálfleik, þar á meðal 4 í síðasta leikfjórðung. Lokatölur urðu 64-67 en Keflvíkingar höfðu undirtökin nánast allan leikinn ef frá er skilin góð byrjun Njarðvíkinga þar sem þær byrjuðu af krafti. Keflvíkingar fara því með 2-0 forystu í Toyotahöllina þar sem þriðji leikur liðanna fer fram og geta því tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn.

Atkvæðamestar hjá Njarðvíkingum í kvöld voru þær Shayla Fields með 25 stig, Julia Demirer með 15 stig og 10 fráköst og svo bætti Dita Lipkalne við 14 stigum og 8 fráköstum. Ólöf Helga Pálsdóttir var svo með 7 stig og 6 fráköst.

Atkvæðamestar hjá Keflavík: Bryndís Guðmundsdóttir 24 stig/7 fráköst, Ingibjörg Jakobs 12, Marina Caran 11 stig og 7 fráköst og Birna Valgarðs bætti við 8 stigum og 6 fráköstum.


Nánari umfjöllun verður síðar...

Byrjunarliðin:

Njarðvík: Shayla Fields, Ína María Einarsdóttir, Ólöf Helga Pálsdóttir, Julia Demirer, Dita Liepkalne.

Keflavík: Ingibjörg Jakobsdóttir, Pálína Gunnlaugs, Birna Valgarðs, Bryndís Guðmunds, Lisa Karcic.

-Rúmar tvær mínútur liðnar og Njarðvíkingar með 6-2 foystu, fyrsta leikhlé tekið


-Fyrsti leikhluti hálfnaður og Njarðvík er enn yfir 12-8, Shayla Fields er komin með 6 stig


-Bryndís Guðmundsdóttir er heit í byrjun leiks og er komin með 8 stig af 10 stigum Keflavíkurliðsins

-Rétt innan við 3 mínútur eftir og staðan 17-10 fyrir Njarðvík og Keflvíkingar að hitta illa

-Ein og hálf mínúta eftir af fyrsta leikhluta og Njarðvík komið með 12 stiga forystu 22-10

-Keflvíkingar minnka muninn og staðan 22-16 að loknum fyrsta leikhluta fyrir heimamenn. Atkvæðamestar hjá liðunum er Shayla Fields með 9 stig og Bryndís Guðmundsdóttir er með 11 hjá Keflavík en hún og Marina Caran hafa séð um að skora fyrir Keflavík

-Annar leikhluti hafinn og staðan 24-22 fyrir Njaðvíkinga. Keflvíkingar ætla greinilega ekki að missa Njarðvíkurstúlkur fram úr sér

-Keflvíkingar komnir yfir 24-26 og 3 mínútur liðnar af öðrum leikhluta

-Ingibjörg Jakobsdóttir er byrjuð að skora og Bryndís er komin með 15 stig. Keflavík leiðir 28-34 þegar annar leikhluti er hálfnaður

-Bryndís Guðmunds komin með 20 stig! Staðan 31-39 fyrir Keflavík þegar 3:30 eru til leikhlés

-Keflvíkingar hafa skorað 30 stig í öðrum leikhluta og eru yfir 33-46 þegar innan við 2 mínútur eru til hálfleiks

-Leikhlé: 36-49 fyrir Keflvíkinga eftir að þær hrukku í gang í öðrum leikhluta og kafsigldu Njarðvíkurstúlkur.

Atkvæðamestar hjá Keflavík: Bryndís Guðmunds 20/5 fráköst, Ingibjörg Jakobs 9, Marina Caran 8.

Njarðvík: Julia Demirer 12/6 fráköst, Shayla Fields 12, Dita Liepkalne 7/6 fráköst

-Seinni hálfleikur farinn af stað - Njarðvíkingar skora fyrstu 4 stigin og staðan er 40-49 þegar rúmar 2 mínútur eru liðnar af seinni hálfleik

-Þriði leikhluti ætlar að reynast liðunum erfiður en liðin hafa aðeins skorað 11 stig samtals þegar leikhlutinn er rúmlega hálfnaður, staðan 44-52 fyrir Keflvíkinga

-Njarðvíkingar ná að minnka muninn í 3 stig 49-52 þegar rúmar 2 mínútur eru til loka þriðja leikhluta

-Keflvíkingar virðast ekki alveg ná að hrista þær grænu af sér en munurinn er þó 8 stig að loknum þriðja leikhluta, 55-63 fyrir gestina frá Keflavík. Bryndís er með 24 stig hjá Keflavík og hjá Njarðvík er Shayla Fields með 21 stig

- 5 mínútur til leiksloka, 59-65 forysta Keflavíkur. Þær ná að halda Njarðvíkingum í seilingarfjarlægð og eitthvað verður að breytast í leik heimamanna ætli þær sér ekki að lenda 2-0 undir í einvíginu

- 60-67 eftir að Julia Demirer setur niður víti og 3 mínútur til leiksloka

-Stigaskorið hér í fjórða leikhluta er fáránlega lágt, 11 stig samtals frá báðum liðum og staðan er 62-67 þegar að aðeins 1:18 eru eftir. Ætla Njarðvíkingar að gera þetta spennandi?

-Leikhlé í gangi

- Njarðvíkingar minnka muninn 64-67 en Ólöf Helga missir boltan skömmu síðar fyrir Njarðvík með því að skrefa

-4 sekúndur eftir og munurinn 3 stig, Keflvíkingar eru með boltann og forystuna

-Njarðvíkingar geta aðeins brotið og leiktíminn rennur út.

-Keflavík sigrar! 64-67 lokatölur


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024