Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflavík sigraði Þór Þorláksshöfn
Föstudagur 2. febrúar 2018 kl. 22:08

Keflavík sigraði Þór Þorláksshöfn

Keflavík mætti Þór Þorlákhöfn í kvöld í Domino´s-deild karla í körfu í Þorlákshöfn. Keflavík vann nauman sigur eða með þremur stigum, lokatölur leiksins voru 76-79.

Þetta var fyrsti sigurleikur Keflavíkur síðan 4. janúar en liðið hafði tapað þremur leikjum í röð þar til í kvöld. Keflavík leiddi í hálfleik 35-44 en Þór náði að saxa vel á forskot Keflavíkur í seinni hálfleik og nokkrum mínútum fyrir leikslok munaði aðeins fjórum stigum. Keflavík var sterkari aðilinn á lokasprettinum og tryggði sér góðan útisigur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Nýr leikmaður Keflavíkur, Christian Jones léksinn fyrsta leik fyrir félagið og var hann stigahæsti leikmaður liðsins eftir að hafa byrjað á bekknum, Christian skoraði 24 stig og tók 10 fráköst. Keflavík er í 8. sæti deildarinnar með 16 stig þegar 16 umferðum er lokið

Aðrir stigahæstu leikmenn Keflavíkur voru Ragnar Örn Bragason 19 stig og 4 fráköst, Guðmundur Jónsson 11 stig og 7 fráköst, Dominique Elliott  9 stig og 8 fráköst, Hörður Axel Vilhjálmsson 6 stig og 8 fráköst og Magnús Már Traustason 5 stig og 5 stoðsendingar.