Keflavík sigraði Þór Þorláksshöfn
Keflavík mætti Þór Þorlákhöfn í kvöld í Domino´s-deild karla í körfu í Þorlákshöfn. Keflavík vann nauman sigur eða með þremur stigum, lokatölur leiksins voru 76-79.
Þetta var fyrsti sigurleikur Keflavíkur síðan 4. janúar en liðið hafði tapað þremur leikjum í röð þar til í kvöld. Keflavík leiddi í hálfleik 35-44 en Þór náði að saxa vel á forskot Keflavíkur í seinni hálfleik og nokkrum mínútum fyrir leikslok munaði aðeins fjórum stigum. Keflavík var sterkari aðilinn á lokasprettinum og tryggði sér góðan útisigur.
Nýr leikmaður Keflavíkur, Christian Jones léksinn fyrsta leik fyrir félagið og var hann stigahæsti leikmaður liðsins eftir að hafa byrjað á bekknum, Christian skoraði 24 stig og tók 10 fráköst. Keflavík er í 8. sæti deildarinnar með 16 stig þegar 16 umferðum er lokið
Aðrir stigahæstu leikmenn Keflavíkur voru Ragnar Örn Bragason 19 stig og 4 fráköst, Guðmundur Jónsson 11 stig og 7 fráköst, Dominique Elliott 9 stig og 8 fráköst, Hörður Axel Vilhjálmsson 6 stig og 8 fráköst og Magnús Már Traustason 5 stig og 5 stoðsendingar.