Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

  • Keflavík sigraði Þór á Akureyri
    JÖFNUNARMARK! Jósef Kristinn var svo aftur á ferðinni á 82. mínútu þegar hann skallaði boltann úr þröngu færi af endalínu og inn fór boltinn eins og sjá má í myndinni. VF-mynd: Hilmar Bragi
  • Keflavík sigraði Þór á Akureyri
    Jósef Kristinn kom við sögu í báðum mörkum Grindavíkur í kvöld. VF-myndir: Hilmar Bragi
Þriðjudagur 12. júlí 2016 kl. 23:19

Keflavík sigraði Þór á Akureyri

- Grindvíkingar með jafntefli heima gegn KA

Suðurnesjaliðin áttu í baráttu við Akureyrarliðin í Inkassódeildinni í knattspyrnu í kvöld. Keflvíkingar fóru norður á Akureyri þar sem þeir mættu Þór. Keflvíkingar leiddu með tveimur mörkum gegn engu í hálfleik. Heimamenn náðu að minnka muninn þegar um stundarfjórðungur var eftir af leiknum.

Það voru þeir Sigurbergur Elíasson og Hörður Sveinsson sem skoruðu mörk Keflavíkur. Sigurbergur á 7. mínútu eftir sendingu frá Magnúsi Þóri Matthíassyni og Hörður á 29. mínútu eftir varnarmistök hjá Þórsurum.

Eftir leiki kvöldsins er Keflavík í 4. sæti með 17 stig, stigi á eftir Grindavík, sem er í 3. sæti deildarinnar með 18 stig. Mótherjar Keflavíkur og Grindavíkur í kvöld eru hins vegar á toppi deildarinnar, KA með 23 stig og Þór með 19.

Í Grindavík voru fjögur mörk skoruð í kvöld. Þar var KA í heimsókn og gestirnir komust yfir strax á 3.mínútu með hreint ótrúlegu marki. Skot, sannkallaður bananabolti, af vinstri kantinum sem rataði í fjærhornið yfir markvörð Grindvíkinga og alveg óverjandi.

Grindvíkingar fengu svo á sig klaufalegt mark á 43. mínútu leiksins. Hlynur Örn Hlöðversson setti boltann fyrir fætur KA-manna sem þökkuðu pent með marki Hallgríms Mar Steingrímssonar.

Grindvíkingar komu hins vegar dýrvitlausir til síðari hálfleiks og staðráðnir í að bæta fyrir mistökin í fyrri hálfleik. Það tókst þeim þegar á 2. mínútu síðari hálfleiks. Jósef Kristinn Jósefsson tók hornspyrnu sem Fransisco Cruz skotaði úr með því að pota boltanum yfir marklínuna.

Jósef Kristinn var svo aftur á ferðinni á 82. mínútu þegar hann skallaði boltann úr þröngu færi af endalínu og inn fór boltinn eins og sjá má í myndinni sem fylgir þessari frétt. Skömmu áður höfðu Grindvíkingar átt fast skot í þverslá KA-manna. Grindvíkingar voru mun nærri því að bæta við þriðja markinu en KA-menn en jafntefli varð niðurstaðan í Grindavík í kvöld.





 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024