Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflavík sigraði nágrannaslaginn
VF myndir: Hilmar Bragi
Föstudagur 7. október 2016 kl. 23:28

Keflavík sigraði nágrannaslaginn

Keflavík sigraði nágrannaslaginn gegn Njarðvík í Dominos deild karla í kvöld 82-88. Keflvíkingar voru með yfirhöndina allan tímann en Njarðvíkingar náðu reglulega að saxa á forskotið og skapa spennu. Þó aldrei nóg og endaði leikurinn með sex stiga sigri Keflvíkinga.

Hörður Axel Vilhjálmsson skoraði 16 stig, gaf 6 stoðsendingar og tók 2 fráköst en hann fékk að vita um tvö leytið í dag að hann mætti spila vegna samningsstöðu hans við grískt lið sem stóð til að hann spilaði með í vetur. Nýr erlendur leikmaður Keflavíkur, Amin Stevens átti mjög góðan leik og skilaði 33 stigum, 21 fráköstum og 3 stoðsendingum. Allir byrjunarliðsmenn Keflavíkur voru með yfir 10 stig en aðeins 2 stig komu frá bekknum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Stigahæstur Njarðvíkinga var Corbin Jackson með 21 stig, 4 fráköst og 4 stoðsendingar. Snjólfur Stefánsson skoraði 15 stig og reif niður 9 fráköst. Logi Gunnarsson var með 15 stig, 2 fráköst og 2 stoðsendingar og var heldur lengi að hitna í skotum utan af velli. Af bekknum kom Oddur Rúnar Kristjánsson sterkur og skilaði 16 stigum og tók 3 fráköst.

Stefan Bonneau spilaði ekkert í seinni hálfleik og sagði Daníel Guðni þjálfari Njarðvíkinga í viðtali við Karfan.is að hann hefði verið stífur og ákveðið að spila honum ekki meir en Bonneau er að stíga upp úr erfiðum meiðslum eins og kunnugt er.

 

VF myndir: Hilmar Bragi