Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflavík sigraði meistarana!
Sunnudagur 20. ágúst 2006 kl. 20:36

Keflavík sigraði meistarana!

Keflvíkingar unnu glæsilegan sigur á FH í Landsbankadeild karla í dag, 2-1 á heimavelli sínum. Baldur Sigurðsson skoraði bæði mörk Keflvíkinga. Hann kom þeim yfir á 67. mínútu en Atli Guðnason jafnaði leikinn fyrir meistarana. Baldur bætti svo seinna markinu við á 92. mínútu og fögnuðu heimamenn því gríðarlega eins og gefur að skilja.

 

Grindvíkingum gekk ekki jafn vel í kvöld því þeir töpuðu gegn ÍBV í Eyjum, 2-1. Eysteinn Hauksson skoraði mark Grindvíkinga.

 

Nánar um leikina síðar...

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024