Keflavík sigraði KR - Njarðvíkingar stóðu í Hamarsstúlkum
Nú rétt í þessu lauk fyrstu leikjunum í undanúrslitum kvenna í Iceland Express deildinni. Njarðvíkingar töpuðu í Hveragerði gegn Hamar 85-77 en leikurinn var jafn og spennandi. Keflvíkingar unnu KR-inga á heimavelli 63-60 eftir glæsilegan lokasprett.
Í leik Keflvíkinga og KR var ekki skorað jafn mikið og í Hveragerði og staðan í hálfleik 32-33 KR í vil. KR höfðu verið yfir allan leikinn en Keflvíkingar jöfnuðu í stöðunni 52-52 og náðu að lokum að knýja fram sigur 63-60 með glæsilegum lokaspretti.
Atkvæðamestar hjá Keflavík: Jacquline Adamshick 15/22 fráköst - Pálína Gunnlaugsdóttir 15/7 fráköst - Bryndís Guðmundsdóttir 13/5 fráköst - Birna Valgarðsdóttir 10/3 fráköst - Marina Caran 7
Dita Liepkaine var með öfluga tvennu í dag, 18 stig og 19 fráköst
Njarðvíkingar mættu ákveðnar til leiks og voru yfir eftir fyrsta leikhluta 27-24. Hamarsstúlkur sigu framúr og höfðu yfir í hálfleik 45-40. Athygli vakti að aðeins erlendu leikmenn Njarðvíkur höfðu komist á blað í fyrri hálfleik en þar fór fremst í flokki Shayla Fields með 20 stig. Leikurinn var áfram jafn og þegar þriðja leikhluta lauk var munurinn enn fimm stig, 66-61 fyrir Hamar og Ólöf Helga Pálsdóttir komst fyrst íslensku stúlknanna á blað þegar hún setti niður þrist þegar þrjár mínútur lifðu af þriðja fjórðung.
Ína María Einarsdóttir setti svo niður tvö þriggjastiga skot í fjórða leikhluta og hélt grænum inn í leiknum en framlagið kom nánast eingöngu frá erlendu leikmönnum Njarðvíkur og Hamarsstúlkur einfaldlega örlítið of sterkar í dag fyrir Njarðvík. Lokatölur urðu 85-77 Hamar í vil og ljóst að búast má við hörku einvígi milli þessara liða.
Atkvæðamestar hjá Njarðvík: Shayla Fields 26/13 fráköst - Julia Demirer 18/19 fráköst - Dita Liepkaine 14 - Ína María Einarsdóttir 7 - Ólöf Helga Pálsdóttir 3/5 fráköst/5 stoðsendingar