Keflavík sigraði KA í Lengjubikarnum
Keflavík sigraði KA 4-2 í Lengjubikarnum á laugardaginn en leikurinn fór fram í Reykjaneshöllinni. Leikurinn byrjaði með látum og strax á 7. mínútu skoraði Hilmar Geir Eiðsson gott mark af stuttu færi eftir gott spil Keflvíkinga. KA jafnaði eftir fimmtán mínútna leik þegar Hallgrímur Mar Steingrímsson koraði með skalla af stuttu færi. Hilmar Geir kom svo Keflavík aftur yfir á 20. mínútu með stórglæsilegu skoti beint í sammarann. KA-menn voru ekki hættir og jöfnuðu á 24. mínútu með marki frá Elvari Páli Sigurðssyni. Staðan var því 2-2 í hálfleik og Keflavíkurliðið ekki að spila sinn besta leik.
Keflavík byrjaði seinni hálfleikinn mun betur þar sem liðið stjórnaði leiknum. Andri Steinn Birgisson skoraði gott skallamark á 61. mínútu eftir aukaspyrnu Guðmundar Steinarssonar en það var svo Magnús Þórir Matthíasson sem skoraði fjórða markið á 87. mínútu með glæsilegu skoti utan teigs. Góður 4-2 sigur þar sem Keflavík var mun betra liðið í seinni hálfleik og fékk góð færi á að skora fleiri mörk.
Staðan í riðlinum: KR er með 15 stig, ÍA 9, Keflavík er með 7 stig, Þór og Breiðablik 6 stig, Grótta og Selfoss 5 stig og KA er með 1 stig. ÍA og Breiðablik mætast á þriðjudag og þá hafa öll liðin í riðlinum leikið fimm leiki.
Mynd: Jón Örvar Arason