Keflavík sigraði í grannaslagnum
Nágrannaslagur Keflavíkur og Njarðvíkur í Iceland Express deild kvenna endaði með sigri Keflavíkur í gærkvöldi þegar liðin áttust við í Ljónagryfjunni. Fyrir leikinn voru bæði liðin á botni deildarinnar þurftu því nauðsynlega á sigri að halda enda var hart barist í leiknum.
Keflavíkurstúlkur höfðu betur, 66:80 sigur gestanna segir lítið um gang leiksins þar sem að heimastúlkur í Njarðvík seldu sig dýrt og spiluðu ágætis bolta á tímum, skv. því sem fram kemur á karfan.is. Segja má að reynsla Keflavíkur hafi skilað í hús þeirra fyrstu stigum í deildinni.
Leikurinn hófst með miklum látum og liðin skiptust á að skora. Aðeins eitt stig skildi liðin í hálfleik og voru það Njarðvíkurstúlkur sem mættu grimmari til seinni hálfleiks. Þær náðu frumkvæðinu í leiknum en þó aldrei þannig að þær væru að stinga gesti sína af.
Seint í fjórða leikhluta urðu kaflaskil í leik í Njarðvíkurstúlkna sem virtust búnar með úthaldið. Það nýtti Keflavíkurliðið sér og kláraði leikinn 28 stiga mun.
Shantrell Moss var stigahæst í liði Njarðvíkur með 22 stig. Viola Beybeyah var með 26 stig fyrir Keflavík. Helga Jónsasdóttir var geysisterk í fráköstunum hjá Njarðvík og hirti 19 slík.
Nánari umfjöllun um leikinn má sjá á www.karfan.is
Mynd/www.karfan.is – Frá leik Keflavíkur og Njarðvíkur í gærkvöld.