Keflavík sigraði granna sína úr Njarðvík
Keflvíkingar og Njarðvíkingar áttust við í æfingarleik í knattspyrnu í Reykjaneshöllinni í gær. Keflvíkingar unnu sannfærandi sigur eða með fjórum mörkum gegn engu. Frans Elvarsson sem nýlega gekk til liðs við Keflvíkinga frá hinum grænklæddu reyndist fyrrum liðsfélögunum erfiður en kappinn skoraði fyrsta mark leiksins. Aðrir sem komust á blað voru Magnús Þór Gunnarsson, Theodór Guðni Halldórsson og Bojan Ljubicic.
mynd: Frans Elvarsson fór frá Njarðvíkingum yfir til Keflvíkinga á dögunum.