Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Mánudagur 25. febrúar 2002 kl. 20:20

Keflavík sigraði Fram í Reykjaneshöllinni

Keflavík vann fram 2-1 í Deildarbikarnum í Reykjaneshöllinni á laugardagskvöld. Hafsteinn Rúnarsson kom Keflavík yfir en Daði Guðmundsson jafnaði fyrir Fram með marki úr vítaspyrnu í lok fyrri hálfleiks. Keflavík var sterkara liðið í seinni hálfleiknum en sigurmarkið kom ekki fyrr en rétt fyrir leikslok þegar Haukur Ingi Guðnason skoraði laglegt mark úr þröngu færi. Keflavík er þá komið með 6 stig eftir tvo leiki í Deildarbikarnum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024