Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Föstudagur 19. september 2003 kl. 09:10

Keflavík sigraði Breiðablik í Reykjanesmótinu

Keflavík mætti Breiðabliki í Reykjanesmótinu sem nú stendur sem hæst. Leikurinn fór fram að Ásvöllum í Hafnarfirði og var hann jafn framan af. Í hálfleik var staðan 42:40 fyrir Keflavík og í seinni hálfleik þéttist vörn Keflavíkur og við upphaf síðasta leikhluta var staðan 60:48 fyrir Keflavík. Keflavík sigraði með 12 stiga mun, 77:65. Leikurinn í gær var frumraun nýju þjálfara Keflavíkur, þeirra Guðjóns Skúlasonar og Fals Harðarsonar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024