Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflavík sigraði Breiðablik
Miðvikudagur 24. janúar 2018 kl. 21:10

Keflavík sigraði Breiðablik

- Nálgast toppinn

Keflavík heimsótti Breiðablik í Domino´s- deild kvenna í körfu í kvöld og endaði leikurinn með sextán stiga sigri Keflavíkur 65-81. Keflavík nálgast óðum toppsætið og er liðið aðeins tveimur stigum á eftir toppliði Vals í þriðja sætinu með 24 stig. Toppbaráttan er spennandi og það er ljóst að það verður barátta um toppsætið fram  að úrslitakeppninni.

Brittanny Dinkins var feiknagóð í leiknum og skoraði hún 32 stig, tók 7 fráköst og gaf 5 stoðsendingar, Thelma Dís Ágústdóttir skoraði 21 stig, var með 7 fráköst og 5 stoðsendingar, Birna Valgarður Benónýsdóttir var með 12 stig og 4 fráköst og Salbjörg Ragna Sævarsdóttir var með 5 stig.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024