Keflavík sigraði 1. deildina örugglega
Víkingar voru rétt í þessu að tryggja sér sæti í úrvalsdeild karla í knattspyrnu að ári en Víkingur og Keflavík gerðu markalaust jafntefli í lokaumferð 1. deildarinnar á sama tíma og Þórsarar unnu stórsigur á Leiftur/Dalvík, 6:0. Þá gerðu Njarðvíkingar fimm mörk á móti engu hjá Aftureldingu í Mosfellsbænum í dag.
Keflavík vann deildina, hlaut 43 stig, Víkingur varð í öðru sæti með 35 stig og Þór í þriðja sæti með 34 stig. Víkingur, sem varð Íslandsmeistari árið 1991, féll úr úrvalsdeildinni haustið 1999.