Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fimmtudagur 30. maí 2002 kl. 11:44

Keflavík semur við Nike

Knattspyrnudeild Keflavíkur og Austurbakki ehf. gerðu nýverið samning til eins árs þess efnis að Austurbakki sjái Keflavíkurliðinu fyrir Nike vörum. Um er að ræða búninga, skó, bolta og annan búnað ti knattspyrnuiðkunnar. Samningurinn var undirritaður í hálfleik á leik Keflavíkur og Fram í 1. umferð Símadeildarinnar sem fram fór á Keflavíkurvelli og endaði 1-1.

Að sögn Rúnars Arnarssonar, formanns knattspyrnudeildar Keflavíkur, er þessi samningur stór og mikill og sagði hann það mjög mikilvægt fyrir liðið að gera svona samning enda fái Keflavík nú allt sem þarf til að spila fótbolta.

Keflavík hefur verið á samningi hjá Nike undanfarin þrjú ár en ákveðið var að semja aðeins til eins árs núna með það í huga að endurskoða samninginn að ári.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024