Keflavík semur við Jugovic

- Stór og öflugur framherji genginn til liðs við Keflvíkinga

Keflavík hefur samið við framherjann Marjan Jugovic um að leika með liðinu í Pepsi-deildinni í sumar. Jugovic kom til Keflvíkinga á reynslu um helgina og heillaði greinilega Keflvíkinga því félagið hefur samið við leikmanninnn

„Marjan er stór og öflugur framherji sem mun styrkja liðið okkar í baráttunni framundan," segir á heimasíðu Keflavíkur.

Jugovic er 29 ára gamall en hann var síðast á mála hjá Busaiteen í Barein. Jugovic hefur einnig leikið í Svartfjallalandi, Bosníu/Herzegóvínu, Sýrlandi, Bahrain og Póllandi á ferli sínum.