Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflavík semur við heimastelpur
Þriðjudagur 18. október 2016 kl. 16:34

Keflavík semur við heimastelpur

Körfuknattleiksdeild Keflavíkur gekk á dögunum frá samningum við fjóra unga og efnilega leikmenn sem leikið hafa með Keflavík frá blautu barnsbeini. Það eru þær Tinna Björg Gunnarsdóttir, Kamilla Sól Viktorsdóttir, Elsa Albertsdóttir og Birna Valgerður Benónýsdóttir.

„Stelpurnar hafa allar verið í hópi liðsins á þessu tímabili en undirstaða kvennaliðsins eru ungar og efnilegar heimastelpur. Samið var til tveggja ára og verður gaman að fylgjast með þessum stúlkum vaxa og dafna,“ segir í fréttatilkynningu frá félaginu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024