Keflavík semur við fimm leikmenn
Keflavík hefur samið við fimm leikmenn í meistaraflokk kvenna í knattspyrnu. Leikmennirnir sem um ræðir eru þær Ástrós Lind Þórðardóttir, Birgitta Hallgrímsdóttir, Dagmar Mýrdal Gunnarsdóttir, Eva Lind Daníelsdóttir og Marín Rún Guðmundsdóttir. Þær hafa allar æft og leikið með Keflavík upp yngri flokkana, fyrir utan Dagmar, sem kom frá ÍR í vetur. Keflavík fer vel af stað í Inkasso-deild kvenna en þær unnu ÍR 5-0 í sínum fyrsta leik.