Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflavík semur við ástralskan markvörð
Þriðjudagur 6. mars 2018 kl. 09:34

Keflavík semur við ástralskan markvörð

Knattspyrnudeild Keflavíkur hefur samið við markvörðinn Jonathan Faerber og mun hann leika með liðinu í Pepsi-deildinni í sumar. Jonathan er fæddur árið 1988 og verður þrítugur síðar í mánuðinum en hann stóð á milli stanganna í marki Reynis í Sandgerði á síðasta tímabili.

Keflavík kynnti Jonathan til leiks á heimasíðu sinni:
Jonathan Mark Faerber gerði samning við Keflavík út 2018. Hann er stór og mikill markvörður og mun veita Sindra Kristni samkeppni um markvarðarstöðuna. Jon er fæddur 1988 og er frá Ástralíu. Hann pilaði með Reynir frá Sandgerði sl sumar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Myndir: Keflavik.is