Keflavík semur við Amin Stevens
Körfuboltamaðurinn Amin Stevens hefur samið við Keflavík um að leika með liðinu í vetur. Amin er rúmlega tveggja metra kraft-framherji sem spilaði í þrú ár með Florida A&M háskólanum við góðan orðstír. Eftir að háskólaferlinum lauk hefur hann spilað í Slóvakíu, Austuríki og nú síðast í Bundersligunni í Þýskalandi með prýðilegum árangri. Á vef körfuknattleiksdeildar Keflavíkur segir að Amin sé fjölhæfur leikmaður og sterkur í kringum körfuna og að hann frákasti vel og spili góða vörn.