Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflavík sekúndubroti frá sigri
Marek Dolezaj var nærri því að tryggja Keflavík sigurinn í kvöld. VF/JPK
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
föstudaginn 15. desember 2023 kl. 21:51

Keflavík sekúndubroti frá sigri

Síðasti leikur elleftu umferðar Subway-deildar karla í körfuknattleik fór fram í Blue-höllinni í kvöld þar sem Keflavík tók á móti Þór Þorlákshöfn, það lið sem myndi vinna færi upp að hlið Vals á toppi deildarinnar. Þórsarar voru með forystu nánast allan leikinn en á síðustu andartökum leiksins voru Keflvíkingar aðeins sekúndubroti frá því að stela sigrinum þegar Keflvíkingar sóttu og Marek Dolezaj náði að setja boltann niður í þann mund sem leiktíminn rann út. Eftir að hafa endurskoðað atvikið á sjónvarpsskjá dæmdu dómarar leiksins körfuna ógilda og Þór fór því með sigur af hólmi með minnsta mögulega mun, 102:103.

Þórsarar ætluðu ekki að trúa því þegar Dolezaj setti boltann niður.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024
Dolezaj bíður niðurstöðu á meðan dómarar rýna í sjónvarpsskjáinn.
Karfan ekki gild.

Nánari umfjöllun um leikinn og myndasafn er væntanlegt hér á vf.is.