Keflavík rústaði FH
Keflavík lagði FH 0-6 í fyrsta leik 8. umferðar Landsbankadeildar kvenna í kvöld. Vesna Smiljkovic og Nína Ósk Kristinsdóttir skoruðu tvö mörk hvor en Ágústa Jóna Heiðdal og Hrefna Magnea Guðmundsdóttir eitt hvor. Nýliðar Keflavíkur eru nú með 12 stig en ennþá í 5. sæti með jafnmörg stig og ÍBV og KR.