Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflavík rúllaði yfir Eyjamenn - myndir af öllum Keflavíkurmörkunum hér!
Laugardagur 26. september 2009 kl. 20:14

Keflavík rúllaði yfir Eyjamenn - myndir af öllum Keflavíkurmörkunum hér!

Keflvíkingar héldu flugeldasýningu í sínum síðasta leik á Íslandsmótinu þetta haustið. Veðurguðirnir voru líka með sína sýningu en um tíma gekk á með dimmum éljum í leiknum, sem var sá síðasti sem meistaraflokkur karla spilar á núverandi grasi í Keflavík. Lokatölur leiksins nú síðdegis voru 6-1 en þrjú mörk komu á þremur mínútum undir lokin og Eyjamenn vilja örugglega gleyma leiknum sem fyrst. Í öllu markaregninu skiptu Eyjamenn um markvörð en höfðu vart skipt um manninn á milli stanganna þegar sá nýi fékk á sig mark um 15 sekúndum eftir að honum hafði verið skipt inná. Mörkin höfðu vel getað orðið fleiri en Keflvíkingar voru sáttir í leikslok með mörkin sex. Ljósmyndari Víkurfrétta, Páll Ketilsson, var rétt staðsettur með myndavélina í dag og náði öllum 6 mörkum Keflavíkur á myndir sem fylgja hér á eftir:

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024






20. mínúta. (1-0) Alen Sutej skorar með skalla úr vítateig eftir hornspyrnu Magnúsar Sverris Þorsteinssonar frá hægri.



45. mínúta. 2-1) Guðmundur Steinarsson skorar eftir að Albert Sævarsson hélt ekki skoti frá Hólmari Erni Rúnarssyni.



65. mínúta. (3-1) Guðmundur Steinarsson skorar af stuttu færi með hælskoti eftir góða fyrirgjöf Hólmars Arnar frá hægri.



81. mínúta . (4-1) Haraldur Freyr Guðmundsson skorar eftir hornspyrnu Guðmundar Steinarssonar frá hægri.



82. mínuta. (5-1) Símun Samuelsen skorar eftir langa sendingu frá frá Haraldi fram völlinn fór boltinn framhjá hverjum leikmanninum á fætur öðrum og meira segja Albert markvörður náði ekki boltann. Simun var einn frír fyrir innan markvörðinn og skoraði auðveldlega.



84. mínúta. (6-1) Símun Samuelsen skorar af stuttu færi eftir sendingu frá Magnús Sverri. Nú var kominn nýr markvörður í markið hjá ÍBV sem fékk þetta mark á sig eftir 15 sekúndna leik.


Ljósmyndir: Páll Ketilsson