Keflavík ræðir málin við Sigurð Ingimundarson
Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum er karla lið Keflavíkur í körfubolta án þjálfara eftir að Guðjón Skúlason sagði skilið við þjálfun liðsins eftir núverandi keppnistímabil. Gunnar Jóhannsson, formaður körfuknattleiksdeildar Keflavík, sagði í samtali við Víkurfréttir í dag að hann væri á leið sinni til Sigurðar Ingimundarsonar að ræða málin en Sigurður hefur ekki verið við þjálfun frá því hann sagði skilið við lið Njarðvíkur fyrr á tímabilinu.
Ekki er ljóst hvort Sigurður komi til baka og ekkert hefur verið samið en málin munu skýrast á næstu dögum. Sigurður hefur unnið 5 Íslandsmeistaratitla með liðinu og 2 bikarmeistaratitla ásamt 4 deildarmeistaratitlum
Engar fregnir hafa borist af málum kvennaliðs Keflavíkur en það er einnig án þjálfara eftir að Jón Halldór Eðvaldsson sagði skilið við þjálfun liðsins eftir að hafa unnið tvo titla á tímabilinum en hann lét af störfum eftir 5 ár með liðinu.
[email protected]