Keflavík óstöðvandi - Sigur í Hólminum
Keflavíkurstúlkur eru óstöðvandi um þessar mundir og unnu í gær mjög góðan útisigur gegn Snæfelli í Dominos-deild kvenna í Stykkishólmi. Lokatölur urðu 70-74 í spennandi leik. Keflavík hefur unnið alla leiki sína í Dominos-deildinni á leiktíðinni og hafa örugga forystu á toppnum með 24 stig úr tólf leikjum.
Jessica Ann Jenkins var atkvæðamest í liði Keflavíkur í gær en hún var með 21 stig. Pálína Gunnlaugsdóttir kom næst með flott framlag en hún skoraði 20 stig, tók 10 fráköst og gaf 5 stoðsendingar. Birna Valgarðsdóttir var einnig með 20 stig.
Grindavík lék einnig í gær en tapaði naumlega gegn Val á útivelli, 81-79. Grindavíkurstúlkur sóttu að Val í lokaleikhlutanum en náðu ekki að jafna metin. Crystal Smith var stigahæst með 31 stig og Petrúnella Skúladóttir kom svo með 20 stig.
Keflavík hefur nú sex stiga forystu á toppnum með 24 stig en næst kemur Snæfell með 18 stig. Grindavík er aftur á móti í 6. sæti deildarinnar með sex stig úr 12 leikjum.
Snæfell-Keflavík 70-74 (21-12, 16-24, 10-21, 23-17)
Keflavík: Jessica Ann Jenkins 21, Pálína Gunnlaugsdóttir 20/10 fráköst/5 stoðsendingar, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 20/9 fráköst, Ingunn Embla Kristínardóttir 5/6 fráköst, Sara Rún Hinriksdóttir 4/7 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 4/4 fráköst.
Valur-Grindavík 81-79 (16-14, 18-18, 26-22, 21-25)
Grindavík: Crystal Smith 31/10 fráköst/5 stoðsendingar, Petrúnella Skúladóttir 20/7 fráköst, Helga Rut Hallgrímsdóttir 7/11 fráköst, Berglind Anna Magnúsdóttir 7/10 fráköst, Harpa Rakel Hallgrímsdóttir 5/6 fráköst, Jeanne Lois Figeroa Sicat 3, Jóhanna Rún Styrmisdóttir 2, Ólöf Helga Pálsdóttir 2, Ingibjörg Yrsa Ellertsdóttir 2.