Keflavík og Stjarnan mætast í kvöld
Íslandsmeistararnir hafa leikið illa í sumar
Stjarnan mætir í bítlabæinn í kvöld í 10. umferð Pepsí deildar karla þar sem að tvö særð lið munu bítast um stigin þrjú sem í boði eru.
Keflvíkingar sitja á botni deildarinnar með 4 stig, 8 stigum á eftir Íslandsmeisturum Stjörnunnar sem verma 6. sætið og hafa farið illa af stað í titilvörn sinni.
Keflavík tapaði illa gegn ÍA á Akranesi í síðustu umferð á meðan Stjarnan lá heima gegn KR-ingum, 0-1.
Það má búast við miklum baráttuslag í kvöld á Nettóvellinum en sigur er báðum liðum nauðsynlegur, þó ekki á sömu forsendum.
Leikurinn hefst kl. 20.
Þessi orðsending barst frá Keflvíkingum:
Eins og venjulega hittast stuðningsmenn Keflavíkur fyrir leikinn gegn Stjörnunni, en félagsheimilið í íþróttahúsinu verður opið frá kl. 18:00.
Það verður að sjálfsögðu grillað fyrir leik og um að gera og kíkja og spá í spilin.
Þjálfari lítur við en það gæti orðið um kl. 19:15. Leikurinn byrjar svo á Nettó-vellinum kl. 20:00.
Við minnum svo á pizzurnar sem eru seldar í söluskúrnum á vellinum.
Við treystum á góðan stuðning í kvöld og trúum á það að nú munum við snúa gengi okkar við.
Áfram Keflavík
kv. Þorsteinn Magnússon