Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflavík og Njarðvík unnu sína leiki í Subway-deild kvenna
Keflavík er með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir. VF-myndir: JPK
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
fimmtudaginn 6. október 2022 kl. 09:16

Keflavík og Njarðvík unnu sína leiki í Subway-deild kvenna

Keflvíkingar eru áfram á sigurbraut í Subway-deild kvenna í körfuknattleik og eru eina liðið í deildinni með full hús stiga. Í gær lagði Keflavík Hauka á heimavelli 75:66 og þá hafa Keflvíkingar lagt bæði liðin sem hafði verið spáð deildarmeistraratitlinum í ár, Hauka og Njarðvík. Njarðvíkingar unnu lið Fjölnis en Grindavík tapaði fyrir Breiðablik.
Daniella Wallen leiddi Keflavík til sigurs en hún skoraði 26 stig í leiknum, tók ellefu fráköst og var með fimm stolna bolta.

Keflavík - Haukar 75:66

(21:22, 19:13, 16:18, 19:13)

Mjög mikið jafnræði var á með liðunum í fyrsta leikhluta en Keflavík náði fimm stiga forystu í öðrum leikhluta og lögðu þá grunninn að sigri en Haukar komust aldrei yfir í seinni hálfleik, þær náðu að jafna snemma í fjórða leikhluta en Keflavík var fljótt að auka forskotið enn á ný.

Daneilla Wallen var afkastamest í liði Keflavíkur og þá létu þær Karina Denislavova Konstantinova og Ólöf Rún Óladóttir einnig til sína taka.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Keflavík: Daniela Wallen Morillo 26/11 fráköst/5 stolnir, Karina Denislavova Konstantinova 16/5 fráköst/5 stoðsendingar, Ólöf Rún Óladóttir 12, Birna Valgerður Benónýsdóttir 7, Katla Rún Garðarsdóttir 5/5 fráköst, Agnes María Svansdóttir 5, Anna Ingunn Svansdóttir 2/4 fráköst, Eygló Kristín Óskarsdóttir 2, Erna Ósk Snorradóttir 0, Anna Lára Vignisdóttir 0, Gígja Guðjónsdóttir 0, Hjördís Lilja Traustadóttir 0.

Nánar um leikinn

Danielle Rodriguez var stigahæst hjá Grindavík í gær.

Grindavík - Breiðablik 65:77

(20:20, 17:15, 14:20, 14:22)

Leikur Grindavíkur og Breiðabliks var jafn og spennandi framan af en í síðari hálfleik fór að síga á ógæfuhliðina hjá Grindavík. Breiðablik seig örugglega fram úr og hafði að lokum tólf stiga sigur. 

Grindavík: Danielle Victoria Rodriguez 16/6 fráköst, Thea Ólafía Lucic Jónsdóttir 15, Elma Dautovic 14/10 fráköst, Hekla Eik Nökkvadóttir 10, Amanda Akalu Iluabeshan Okodugha 7/17 fráköst, Hulda Björk Ólafsdóttir 3/6 fráköst, Hjörtfrídur Óðinsdóttir 0, Edda Geirdal 0, Aþena Þórdís Ásgeirsdóttir 0, Sigurbjörg Eiríksdóttir 0, Arna Sif Elíasdóttir 0, Elsa Katrín Eiríksdóttir 0.

Nánar um leikinn

Aliyah Collier heldur áfram að sína sínar bestu hliðar, hún var með 27 stig, níu fráköst og fimm stolna bolta í gær.

Fjölnir - Njarðvík 84:95

(18:26, 23:27, 20:21, 23:21)

Njarðvíkingar áttu ekki í nokkrum vandræðum í Grafarvogi í gær en eftir jafnræði í byrjun leiks settu þær grænklæddu í gírinn og höfðu náð þægilegu átta stiga forskoti í lok fyrsta leikhluta. Fjölnir náði aldrei að vinna það upp og öruggur sigur Njarðvíkinga því staðreynd.

Aliyah Collier fór fyrir Njarðvík en þær Lavina Gomes De Silva, Raquel Laniero og Bríet Sif Hinriksdóttir áttu einnig fínan leik.

Njarðvík: Aliyah A'taeya Collier 27/9 fráköst/5 stolnir, Lavinia Joao Gomes De Silva 19/8 fráköst, Raquel De Lima Viegas Laniero 15/8 fráköst/7 stoðsendingar, Bríet Sif Hinriksdóttir 14, Kamilla Sól Viktorsdóttir 7, Krista Gló Magnúsdóttir 7, Lovísa Bylgja Sverrisdóttir 3, Ása Böðvarsdóttir-Taylor 3, Andrea Dögg Einarsdóttir 0, Dzana Crnac 0, Anna Lilja Ásgeirsdóttir 0, Erna Hákonardóttir 0.

Nánar um leikinn