Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Keflavík og Njarðvík örugglega áfram
Earl Brown var með 28 stig í kvöld.
Þriðjudagur 8. desember 2015 kl. 23:26

Keflavík og Njarðvík örugglega áfram

Stórsigrar í bikarnum gegn liðum úr 1. deild

Bæði Njarðvíkingar og Keflvíkingar komust auðveldlega áfram í 16-liða úrslitum Powerade bikars karla í körfubolta í kvöld. Í TM-höllinni fengu heimamenn í Keflavík Valsmenn í heimsókn, þar sem leiknum lauk með 97-70 sigri Keflvíkinga. Fremur auðveldur sigur en Keflvíkingar gerðu endanlega út um leikinn í þriðja leikhluta, sem þeir unnu 23-9. Allir leikmenn á skýrslu hjá Keflavík fengu að spila í kvöld.

Tölfræði leiksins

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Njarðvíkingar unnu 30 stiga sigur á Hamarsmönnum á útivelli, 69-99 þar sem lykilleikmenn fengu að hvíla örlítið á meðan yngri leikmenn tóku við keflinu. Munurinn var þegar orðinn 30 stig í hálfleik þannig að Njarðvíkingar slökuðu aðeins á klónni í síðari hálfleik og gáfu öllum færi á að spila.

Tölfræði leiksins