Keflavík og Njarðvík með tap
- Njarðvík riftir samningi við Eriku Williams
Keflavík mætti Val í Domino´s deild kvenna í körfu í gær og enduðu leikar 85-93 með tapi Keflvíkinga. Stigahæstar í liði Keflavíkur voru Thelma Dís Ágústdóttir með 18 stig, 6 fráköst og 5 stoðsendingar, Brittanny Dinkins með 18 stig og 4 fráköst og 8 stoðsendingar og Þórarna Kika Hodge Carr með 12 sig og 5 fráköst.
Njarðvík mætti Haukum á Ásvöllum og endaði leikurinn með sigri Hauka 67-28, sigahæstar hjá Njarðvík voru María Jónsdóttir með 12 sig og 8 fráköst, Erik Ashley Williams með 9 stig og 10 fráköst og Árnína Lena Rúnarsdóttir með 3 stig og 5 fráköst.
Njarðvík hefur rift samningi við Eriku Williams sem hefur spilað fyrstu tvo leiki umferðarinnar með Njarðvík og þótti hún ekki standa undir væntingum. Njarðvík leitar því að eftirmanni hennar fyrir liðið en óvíst er að það takist fyrir næsta deildarleik, þetta kemur fram á njardvik.is