Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflavík og Njarðvík með sigra í kvennaboltanum
Keflavíkurkonur kjöldrógu Hauka með 31 stigi í kvöld - mynd:karfan.is
Miðvikudagur 8. apríl 2015 kl. 22:48

Keflavík og Njarðvík með sigra í kvennaboltanum

Grindavík tapaði í Hólminum

Undanúrslit Domino´s deildar kvenna hófust í kvöld þar sem að Keflavíkurstúlkur báru sigurorð af Haukum í TM höllinni, 82-51 og Grindvíkingar töpuðu fyrir Snæfelli í Stykkishólmi, 66-44.

Keflavíkurstúlkur byrja einvígi sitt við Hauka með látum en liðið kjöldró Hafnfirðinga með 31 stigi. 17 stigum munaði á liðunum í hálfleik og ljóst í hvað stefndi nánast frá byrjun. Lele Hardy, leikamaður Hauka fór meidd af velli í 3. leikhluta og munar um minna fyrir Haukana en hún hafði skorað 15 stig fram að því. Keflavíkurkonur virkuðu öruggar í öllum sínum aðgerðum og sigldu sigrinum örugglega í heimahöfn. Carmen Tyson Thomas var langatkvæðamest heimakvenna með 33 stig og 14 fráköst og þá skoraði Sara Rún Hinriksdóttir  14 stig.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Liðin mætast öðru sinni í Schenker höllinni n.k. laugardag.

Grindavíkurkonur sóttu ekki gull í greipar Snæfells í Stykkishólmi þrátt fyrir að leiða eftir 1. leikhluta 13-15. Góður síðari hálfleikur og þá sér í lagi 4. leikhluti gerði útslagið, þar sem að Hólmarar unnu 24-10. Denise McCarthy áttu stórleik fyrir heimakonur í Snæfelli og skoraði 40 stig. Kristina King var stigahæst Grindvíkinga með 18 stig og 11 fráköst og þá var Petrúnella Skúladóttir einnig með tvennu og skoraði 10 stig og tók 12 fráköst.

Leiðin eigast aftur við í Röstinni á laugardaginn.

Þá sigruðu Njarðvíkurstúlkur Stjörnuna í Ljónagryfjunni í fyrsta leik liðanna um laust sæti í úrvalsdeild að ári. Lokatölur urðu 53-45.

Njarðvíkurkonur geta því tryggt sér sæti í úrvalsdeild sigri þær Stjörnuna í Ásgarði í öðrum leik liðanna á laugardaginn kemur.