Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflavík og Njarðvík mætast í Subway bikarnum í körfu
Þriðjudagur 15. desember 2009 kl. 15:22

Keflavík og Njarðvík mætast í Subway bikarnum í körfu

Það verður stórleikur í Reykjanesbæ í 8 liða úrslitum í Subway bikarkeppninni í körfubolta þegar Keflavík og Njarðvík mætast. Leikurinn verður í Keflavík.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Grindvíkingar fara á Krókinn og mæta Tindastóli. Í kvennaflokki verður stærsti leikurinn viðureign Keflavíkur og Hamars. Keflavík fékk heimavöllinn og spurning hvort að hann dugi þeim gegn sjóðheitum Hamarskonum sem nýverið lögðu topplið KR og það í DHL-Höllinni. Njarðvíkingar taka á móti Þór Akureyri.

8-liða úrslit kvenna:

Fjölnir - Laugdælir
Keflavík - Hamar
Njarðvík - Þór Akureyri
Snæfell - Haukar

8-liða úrslit karla:

Snæfell - Fjölnir
Keflavík - Njarðvík
Tindastóll - Grindavík
Breiðablik – ÍR