Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflavík og Njarðvík leika á útivelli í kvöld
Sunnudagur 17. október 2004 kl. 10:41

Keflavík og Njarðvík leika á útivelli í kvöld

Í kvöld heimsækja Njarðvíkingar ÍR í Seljaskóla í Intersport-deildinni og hefst leikurinn kl. 19.15. Í fyrra þegar liðin spiluðu í Seljaskóla báru Njarðvíkingar sigur úr býtum 95-102. Það má því fastlega gera ráð fyrir því að ÍR-ingar vilji rétta úr sínum kút á heimavelli.

Það verður lítið gefið eftir þegar Keflvíkingar fara í Hólminn og spila þar gegn Snæfellingum. Liðin áttust við í fyrra í úrslitaviðureignum um Íslandsmeistaratitilinn þar sem Keflvíkingar urðu hlutskarpari. Leikurinn hefst kl. 19.15 í kvöld.

VF-mynd/ úr safni

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024