Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflavík og Njarðvík hlutu hvatningarverðlaun UMFÍ
Einar Haraldsson, formaður Keflavík, Ólafur Eyjólfsson, formaður Njarðvíkur, og fulltrúi Fjölnis sem tók við hvatningarverðlaunum fyrir hönd síns félags. Mynd: UMFÍ.is
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
mánudaginn 18. október 2021 kl. 08:03

Keflavík og Njarðvík hlutu hvatningarverðlaun UMFÍ

Keflavík og Njarðvík var veitt hvatningarverðlaun Ungmennafélags Íslands á sambandsþingi UMFÍ sem haldið var um helgina fyrir sameiginlegt átak þeirra til að auka þátttöku barna með sérstakar stuðningsþarfir í íþróttum.

Félögin buðu upp á sameiginlegt námskeið í knattspyrnu og körfubolta í ár. Verkefnið þótti heppnast vel og var almenn ánægja með framtakið sem var haldið í tengslum við átakið Allir með! í Reykjanesbæ.

Formenn félaganna, Einar Haraldsson frá Keflavík og Ólafur Eyjólfsson frá Njarðvík, tóku við viðurkenningunnum. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Víkurfréttir ræddu við íþróttastjóra félaganna í vor um námskeiðið og má sjá viðtalið hér að neðan.