Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Mánudagur 11. mars 2002 kl. 10:39

Keflavík og Njarðvík eignuðust bikarmeistara í yngriflokkum

Nokkri leikir fóru fram um sl. helgi í bikarkeppni yngriflokka í körfubolta og voru Suðurnesjaliðin í eldlínunni að vanda. Njarðvíkingar urðu bikarmeistarar í 10. flokki karla og stúlkurnar í unglingaflokki Keflavíkur sigruðu einnig sinn leik.

Í 9. flokki kvenna töpuðu Njarðvíkurstúlkur fyrir Haukum 53:27. Ingibjörg Vilbergsdóttir var stigahæst Njarðvíkurstúlkna með 12 stig.
Keflavík(b) tapaði í 10. flokki kvenna fyrir Haukum 67:36 og var María Erlingsdóttir stigahæst með 14 stig. Í 10. flokki karla sigruðu Njarðvíkingar bikarinn annað árið í röð með sigri á ÍR 66:56 þar sem Jóhann Ólafsson var maður leiksins með 29 stig.
Í drengjaflokki tapaði Njarðvík fyrir KR 60:62 og var sigurkarfan skoruð á síðustu sekúndu.
Að lokum sigruðu stúlkurnar í unglingflokki kvenna í Keflavík lið Grindvíkinga 51:36.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024