Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Keflavík og Njarðvík byrja á sigrum
Chaz Williams leiddi Njarðvík til sigurs í fyrsta leik. VF/JPK
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
föstudaginn 6. október 2023 kl. 08:18

Keflavík og Njarðvík byrja á sigrum

Keflavík og Njarðvík unnu bæði sína leiki í fyrstu umferð Subway-deildar karla í körfuknattleik sem hófst í gær. Grindvíkingar töpuðu hins vegar á heimavelli fyrir Hetti.

Njarðvík - Stjarnan 91:88

Leikur Njarðvíkur og Stjörnunnar var hörkuspennandi allan tímann en það voru heimamenn sem unnu að lokum þriggja stiga sigur í Ljónagryfjunni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Eftir fyrsta leikhluta höfðu Njarðvíkingar tveggja stiga forskot sem gestirnir unnu upp í öðrum leikhluta og staðan jöfn (41:41) í hálfleik.

Stjörnumenn sigu aðeins fram úr og höfðu fjögurra stiga forystu þegar lokaleikhlutinn fór í gang (61:65) en heimamenn voru grimmir í þeim fjórða og sneru snemma taflinu sér í hag. Njarðvíkingar höfðu átta stiga forystu þegar fjórðungurinn var rúmlega hálfnaður (77:69) og þótt Stjarnan hafi náð að klór í bakkann var sigurinn heimamanna að lokum.

Hjá Njarðvík var Chaz Williams öflugur með 31 stig, átta fráköst og sex stoðsendingar en næstir honum voru Mario Matasovic með 23 stig, fjögur fráköst og eina stoðsendingu og Carlos Mateo með 21 stig og fimm fráköst.

Jóhann Páll Kristbjörnsson, ljósmyndari Víkurfrétta, var í Ljónagryfjunni og má sjá fleiri myndir frá leiknum í myndasafni neðst á síðunni.

Halldór Garðar Hermannsson átti góða innkomu í lið Keflavíkur í gær. Mynd úr safni VF/JPK

Hamar - Keflavík 103:111

Fyrirfram var búist við auðveldum leik hjá Keflavík gegn nýliðum Hamars í Hveragerði en framan af var leikurinn í járnum.

Hvergerðingar leiddu með sjö stigum í hálfleik (59:52) en góður þriðji leikhluti Keflvíkinga sneri stöðunni í þeim í vil (86:89).

Keflavík jók forystuna í fjórða leikhluta og hafði að lokum þægilegan átta stiga sigur (103:111).

Remy Martin gerði 29 stig, tók ellefu fráköst og átti fjórar stoðsendingar en Halldór Garðar Hermannsson kom ferskur af bekknum og setti niður tuttugu stig auk þess að taka fjögur fráköst og eiga fimm stoðsendingar.

Dedrick Deon Basile var afkastamikill í liði Grindavíkur í gær en það dugði ekki til. VF/Hilmar Bragi

Grindavík - Höttur 87:104

Gestirnir byrjuðu leikinn gegn Grindavík betur og höfðu tíu stiga foystu í hálfleik (40:50). Heimamenn náðu sér ekki á strik og þótt þriðji leikhluti hafi verið jafn þá stungu Hattarmenn þá af í fjórða leikhluta og lönduðu sautján stiga sigri þegar upp var staðið.

Dedrick Deon Basile gerði vel í leiknum, var með 30 stig, fjögur fráköst og tíu stoðsendingar. Þá var Ólafur Ólafsson með átján stig og Valur Orri Valsson með fimmtán. Hilmir Kristjánsson setti niður þrjá þrista en framlag frá öðrum leikmönnum var ábótavant.

Hilmar Bragi Bárðarson, ljósmyndari Víkurfrétta, var í Grindavík og má sjá fleiri myndir frá leiknum í myndasafni neðst á síðunni.

Njarðvík - Stjarnan (91:88) | Subway-deild karla 5. október 2023

Grindavík - Höttur (87:104) | Subway-deild karla 5. október 2023