Keflavík og Njarðvík berjast á toppnum
Samkvæmt spá Dominos-deildar karla
Bæði Keflvíkingar og Njarðvíkingar verða í toppbaráttu í Dominos-deild karla í körfubolta í vetur, ef marka má spá þar sem forsvarsmenn liðanna standa fyrir svörum. Keflvíkingum er spáð öðru sæti en Njarðvíkingum því þriðja. KR-ingar þykja líklegastir til sigurs í deildinni.
Íslandsmeistarar síðustu tveggja ára, Grindavík, verða að gera sér fimmta sætið að góðu í spánni sem sjá má hér að neðan.
	Keppni í deildinni hefst nú á fimmtudag.
	
	Spá liðanna:
	  1. KR
	  2. Keflavík
	  3. Njarðvík
	  4. Snæfell
	  5. Grindavík
	  6. Stjarnan
	  7. Þór Þorlákshöfn
	  8. Haukar
	  9. Skallagrímur
	10. ÍR
	11. KFÍ
	12. Valur
Mynd Karfan.is

 
	
				

 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				