Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflavík og Landsbankinn sömdu til tveggja ára
Einar Hannesson, útibússtjóri Landsbankans í Reykjanesbæ, og Þorsteinn Magnússon, formaður knattspyrnudeildar Keflavíkur, skrifuðu undir nýjan samaning. VF-Mynd/Hilmar Bragi.
Mánudagur 10. desember 2012 kl. 12:08

Keflavík og Landsbankinn sömdu til tveggja ára

Knattspyrnudeild Keflavíkur hélt á fimmtudag árlega jólahátíð sína þar sem styrktaraðilum er boðið til hangikjötsveislu..

Knattspyrnudeild Keflavíkur hélt á fimmtudag sína árlega jólahátíð þar sem styrktaraðilum er boðið til hangikjötsveislu. Þjálfarar meistaraflokka, Zoran Ljubicic og Gunnar Oddsson hjá karlaliðinu og Snorri Már Jónsson þjálfari meistaraflokks kvenna, fóru yfir stöðu mála og ræddu næstu skref.  Viðir Sigurðsson kynnti bók sína Íslenska knattspyrnu um árið 2012

Knattspyrnudeild Keflavíkur og Landsbankinn skrifuðu við þetta tækifæri undir nýjan tveggja ára samstarfssamning en það voru þeir Þorsteinn Magnússon formaður deildarinnar og Einar Hannesson útibússtjóri sem skrifuðu undir samninginn.
 
Báðir lýstu þeir yfir mikilli ánægju með samninginn og samstarfið. Einar hrósaði einnig knattspyrnudeild Keflavíkur fyrir mikið og gott aðhald í peningamálum og lýsti jafnframt ánægju sinni með þá stefnu félagsins að leyfa ungum leikmönnum að spreyta sig.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024