Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflavík og Grindavík töpuðu bæði sínum leikjum
Milka hér í vandræðum gegn Þór. Myndin er úr úrslitaviðureign Keflavíkur og Þórs á síðasta tímabili.
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
laugardaginn 12. febrúar 2022 kl. 09:21

Keflavík og Grindavík töpuðu bæði sínum leikjum

Hvorki Keflavík né Grindavík náðu að sýna hvað í þeim býr í Subway-deild karla í gær þegar bæði lið töpuðu sínum leikjum stórt á útivelli. Eftir leiki gærkvöldsins tóku Íslandsmeistarar Þórs toppsætið af Njarðvíkingum en Keflavík eru í þriðja sæti en Þór hefur leiki einum fleiri leiki en Njarðvík og Keflavík. Grindavík siglir um miðja deild, eru í sjötta sæti.

Þór Þorlákshöfn - Keflavík 114:89

(30:20, 33:16, 26:21, 25:32)

Keflvíkingar áttu ekki sinn besta dag þegar þeir mættu Íslandsmeisturunum í gær en þó verður að segja þeim til varnar að liðið hefur gengið í gegnum miklar breytingar á undanförnum vikum með komu nýrra leikmanna og brottfalli annara. Keflavík hefur samt ekki mikinn tíma til að slípa liðið saman og þurfa leikmenn liðsins að leggja hart að sér eigi ekki illa að fara.

Leikurinn í gær var jafn í byrjun en sprækir Þórsarar gáfu í um miðjan fyrsta leikluta og litu aldrei til baka eftir það. Tíu stiga munur á liðunum eftir fyrsta leikhluta og Þórsara fóru mikinn í öðrum leikhluta og voru nánast búnir að þrefalda muninn fyrir leikhlé. 27 stiga munur (63:36).

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Keflvíkingar náðu að halda í við Þórsara í seinni hálfleik en baráttan var töpuð og lauk leiknum með yfirburðarsigri Íslandsmeistaranna sem eru orðnir efstir í deildinni.

Frammistaða Keflvíkinga: Mustapha Jahhad Heron 20/5 fráköst, Darius Tarvydas 20, Dominykas Milka 14/7 fráköst, Jaka Brodnik 14, Ágúst Orrason 8, Halldór Garðar Hermannsson 6, Hörður Axel Vilhjálmsson 5, Arnór Sveinsson 2, Almar Stefán Guðbrandsson 0, Valur Orri Valsson 0/6 stoðsendingar, Nikola Orelj 0, Frosti Sigurðsson 0.


Breiðablik - Grindavík 104:92

(32:28, 22:22, 26:22, 24:20)

Ólafur Ólafsson leiddi stigaskorun Grindvíkinga í gær með 24 stig, ellefu fráköst og fimm stoðsendingar, Ivan Aurrecoechea Alcolado var með 23 stig og níu fráköst.


 

Leikur Grindavíkur og Breiðabliks var hörkuspennandi og jafn. Munaði aðeins fjórum stigum á liðunum í hálfleik (54:50), heimamönnum í Breiðablik í vil. Blikar náðu svo að rífa sig níu stigum upp fyrir Grindvíkinga í upphafi þriðja leikhluta og náðu að halda þeim í fjarlægð út leikinn.

Frammistaða Grindvíkinga: Ólafur Ólafsson 24/11 fráköst/5 stoðsendingar, Ivan Aurrecoechea Alcolado 23/9 fráköst, Elbert Clark Matthews 22/4 fráköst, Naor Sharabani 10/4 fráköst/7 stoðsendingar, Kristinn Pálsson 9/7 fráköst, Javier Valeiras Creus 4, Magnús Engill Valgeirsson 0, Hafliði Ottó Róbertsson 0, Hinrik Hrafn Bergsson 0, Kristófer Breki Gylfason 0, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 0.

Tengdar fréttir