Miðvikudagur 6. nóvember 2002 kl. 22:06
Keflavík og Grindavík sigruðu í Kjörísbikar kvenna
Tveir leikir fóru fram á Suðurnesjunum í 4-liðar úrslitum í Kjörísbikarkeppni kvenna í körfuknattleik. Í Keflavík tóku heimastúlkur á móti Haukum og burstuðu þær 74:46 og í Grindavík voru það heimastúlkur sem sigruðu nágranna sína úr Njarðvík 73:59.