Keflavík og Grindavík með góða sigra
Keflvík og Grindavík sigruðu bæði í fyrstu umferð eftir Covid hlé í Domino’s deild karla í körfubolta. Keflvíkingar unnu Þór frá Þorlákshöfn og Grindvíkingar lögðu nafna þeirra frá Akureyri hér suður með sjó.
Þorlákshafnar Þór-arar héldu í við Keflvíkinga fram í hálfleik og sýndu ágæta spretti gegn sterku liði heimamanna sem líklega verða í toppbarátunni í vetur miðað við þennan leik. Í þriðja og fjórða leikhluta kom munur á liðunum í ljós og Keflavík vann öruggan sigur 115:87. Liðið er feikna sterkt en í þessum leik kom þó Arnór Sveinsson, nýliði fram á sjónvarsviðið og átti frábæra innkomu. Hann er skoraði 14 stig en strákur er tvítugur og bæði hann og fleiri hafa beðið eftir því að hann spryngi út því hann var mjög efnilegur í yngri flokkum. Keflvíkingar eru síðan með mjög góða útlendina þar sem Dominykas Milka fer fyrir hópnum. Hann skoraði 27 stig og tók 13 fráköst en Dalvin Burks er nýr Kani og hann er líka góður. Burks skoraði 24 stig.
Keflavík-Þór Þorlákshöfn 115-87 (24-24, 26-21, 36-24, 29-18)
Keflavík: Dominykas Milka 27/13 fráköst, Calvin Burks Jr. 24/8 fráköst, Valur Orri Valsson 15, Arnór Sveinsson 14/5 fráköst, Deane Williams 13/9 fráköst, Ágúst Orrason 11, Hörður Axel Vilhjálmsson 6/5 fráköst/14 stoðsendingar, Davíð Alexander H. Magnússon 3, Almar Stefán Guðbrandsson 2, Þröstur Leó Jóhannsson 0, Guðbrandur Helgi Jónsson 0, Reggie Dupree 0.
Grindvíkingar byrjuðu leikinn með látum og komust í 15 stiga forskot eftir fyrsta leikhluta, 32-17. Gestirnir svöruðu hins vegar fyrir sig í næsta leikhluta og minnkuðu muninn í tvö stig, hreint ótrúlegar sveiflur. Síðan var jafnt fram í lokaleikhlutann þegar heimamenn voru sterkari og innisigluðu sigur 115-105.
Hjá Grindvíkingum fór Dagur Kár Jónsson fyrir liðinu og skoraði 29 stig og gaf 8 stoðsendingar. Eric J. Wise var með 23 stig. Grindvíkingar sakna Sigtryggs Júlíussonar sem er farinn í atvinnumennsku en eru með gott lið. Þeir fengu Njarðvíkinginn Kristinn Pálsson til liðs við sig og hann kom sterkur inn.
Grindavík-Þór Akureyri 119-105 (32-17, 24-37, 27-25, 36-26)
Grindavík: Dagur Kár Jónsson 29/4 fráköst/8 stoðsendingar, Eric Julian Wise 23/7 fráköst/5 stoðsendingar, Joonas Jarvelainen 20/8 fráköst, Kristinn Pálsson 18/7 fráköst, Ólafur Ólafsson 17/7 fráköst/7 stoðsendingar, Kristófer Breki Gylfason 8/4 fráköst, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 2/5 stoðsendingar, Johann Arni Olafsson 2, Þorleifur Ólafsson 0, Hafliði Ottó Róbertsson 0, Jens Valgeir Óskarsson 0, Magnús Engill Valgeirsson 0.
Burks er nýr Kani hjá Keflavík og hann lék vel og skoraði mikið.
Milka var maður leiksins og skoraði 27 stig auk þess að taka 13 fráköst. Sérfræðingar í körfuboltakvöldi Stöðvar 2 sport héldu ekki vatni yfir leik hans sem og nýliðans Arnórs.