Keflavík og Grindavík með annan fótinn í næstu umferð
Keflavík og Grindavík unnu leiki tvö frekar auðveldlega í átta liða úrslitum Subway-deildar kvenna í körfuknattleik í dag. Keflavík lagði Fjölni á útivelli 69:100 og Grindavík vann Þór á Akureyri 85:101. Suðurnesjaliðin þurfa því aðeins að vinna einn leik til að komast í undanúrslit deildarinnar.
Fjölnir - Keflavík 69:100
(21:30 | 17:32 | 18:22 | 13:16)
Sigur Keflvíkinga var aldrei í hættu. Keflavík náði níu stiga forskoti í fyrsta leikhluta og það jókst eftir því sem leið á leikinn.
Stig Keflavíkur: Sara Rún Hinriksdóttir 18 stig, Daniela Wallen 17 stig, Anna Lára Vignisdóttir 12 stig, Birna Valgerður Benónýsdóttir 10 stig, Anna Ingunn Svansdóttir 8 stig, Elisa Pinzan 8 stig, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 2 stig og Eygló Kristín Óskarsdóttir 2 stig.
Þór Akureyri - Grindavík 85:101
(28:21 | 17:25 | 27:24 | 13:31)
Leikur liðanna var jafn fyrstu þrjá leikhlutana en ótrúlegir yfirburðir Grindvíkinga í þeim fjórða, sem þær unnu með átján stiga mun, skilaði öruggum sigri.
Stig Grindavíkur: Danielle Rodriguez 28 stig, Eve Braslis 21 stig, Sarah Mortensen 19 stig, Hulda Björk Ólafsdóttir 17 stig, Alexandra Sverrisdóttir 6 stig, Dagný Lísa Davíðsdóttir 1 stig og Hekla Eik Nökkvadóttir 1 stig.