Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflavík og Grindavík mæta liðum úr fyrstu deild í 16-liða úrslitum
Föstudagur 27. maí 2011 kl. 17:33

Keflavík og Grindavík mæta liðum úr fyrstu deild í 16-liða úrslitum

Dregið var í 16-lið úrslit í Valitor-bikarnum í knattspyrnu nú fyrr í dag. Suðurnesjaliðin Grindavík og Keflavík voru í pottinum og drógust þau bæði gegn liðum úr 1. deild. Grindvíkingar fá heimaleik gegn HK, sem slógu Njarðvíkinga út í síðustu umferð. Keflvíkingar fara hinsvegar Reykjanesbrautina og heimsækja Hauka á Ásvelli. Leikirnir fara fram sunnudaginn 19. júní og mánudaginn 20. júní en einhverjir leikir gætu farið fram síðar vegna EM U21 árs landsliða.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024