Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflavík og Grindavík leika í kvöld
Þriðjudagur 20. mars 2018 kl. 11:18

Keflavík og Grindavík leika í kvöld

- Keflavík tekur á móti Haukum og Grindavík á móti Tindastól

Körfuboltaveislan heldur áfram í kvöld þegar átta liða úrslit Dominos deildar karla fara fram.

Þetta eru leikir tvö í rimmunni en bæði Suðurnesjaliðin biðu lægri hlut í fyrstu leikjunum. Keflavík tekur á móti Haukum í TM - höllinni og geta jafnað einvígið en Haukarnir unni nokkuð sannfærandi sigur í fyrsta leik. Grindavík tekur á móti Tindastól í Mustad - höllinni og munu væntanlega mæta einbeittir til leiks þar sem að Tindastóll sigraði fyrsta leik liðanna eftir framlengdan leik.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Báðir leikirnir hefjast kl 19:15 í kvöld.