Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflavík og Grindavík komin yfir í sínum viðureignum
Remy Martin var stigahæstur hjá Keflavík í kvöld með 19 stig. VF/JPK
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
fimmtudaginn 11. apríl 2024 kl. 22:00

Keflavík og Grindavík komin yfir í sínum viðureignum

Keflvíkingar unnu fyrsta einvígið gegn Álftnesingum í átta liða úrslitum Subway-deildar karla í körfuknattleik í kvöld með sjö stigum. Eftir að hafa náð ágætis forskoti í öðrum leikhluta gerðu gestirnir harða atlögu að heimamönnum undir lokin sem stóðust þá atrennu og hafa því tekið forystu í einvíginu. Grindvíkingar áttu ekki í vandræðum með lið Tindastóls og unnu með yfir þrjátíu stigum.

Keflavík - Álftanes 99:92

(24:20 | 27:17 | 26:23 | 22:32)

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Fyrsti leikhluti var jafn en Keflavík hafði náð fjögurra stiga forystu þegar annar leikhluti fór af stað (24:20). Það var svo með góðum spretti í öðrum leikhluta að heimamenn náðu að auka forskotið um tíu stig (51:37).

Áfram hélt Keflavík að bæta í eftir hálfleik og átti sautján stig á gestina fyrir síðasta leikhlutann (77:60) en Álftanes sótti stöðugt að heimamönnum sem áttu fullt í fangi með þá en stóðust áhlaupið og fögnuðu því sigri að lokum (97:92).

Stig Keflavíkur: Remy Martin 19 stig, Sigurður Pétursson 17 stig, Marek Dolezaj 14 stig, Jaka Brodnik 12 stig, Danero Thomas 12 stig, Urban Oman 11 stig, Halldór Garðar Hermannsson 8 stig og Ivan Maric 6 stig.

Grindavík - Tindastóll (111:88)

(29:25 | 27:16 | 30:22 | 25:25)

Dedrick Basile var með 27 stig gegn Tindastóli.

Eftir frekar jafnan fyrsta leikhluta (29:25) settu Grindvíkingar í yfirgír og leikmenn Tindastóls réðu ekkert við þá. Grindavík leiddi 56:41 í hálfleik og juku forystuna enn frekar í þriðja leikhluta (86:63).

Í fjórða leikhluta voru bæði lið búin að sætta sig við útkomuna og Grindavík fer því norður í Síkið með yfirhöndina í einvíginu.

Stig Grindavíkur: Dedrick Basile 27 stig, Deandre Kane 21 stig, Julio De Asisse 17 stig, Valur Orri Valsson 13 stig, Daniel Mortensen 13 stig, Ólafur Ólafsson 9 stig, Arnór Helgason 8 stig og Kristófer Gylfason 3 stig.


Jóhann Páll Kristbjörnsson, ljósmyndari Víkurfrétta, tók myndir í Blue-höllinni og Sigurbjörn Daði Dagbjartsson, fréttamaður Víkurfrétta, ræddi við þá Jóhann Þór Ólafsson, þjálfara Grindavíkur, og Deandre Kane, leikmann Grindavíkur, eftir leik.

Keflavík - Álftanes (99:92) | Átta liða úrslit Subway-deildar karla 11. apríl 2024