Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflavík og Grindavík keppa á Hraðmóti Vals um næstu helgi
Þriðjudagur 31. ágúst 2004 kl. 13:26

Keflavík og Grindavík keppa á Hraðmóti Vals um næstu helgi

Hið árlega hraðmót Vals í körfuknattleik hefst 3. september að Hlíðarenda og er nú haldið í 12. sinn. Meistaraflokkslið Keflavíkur og Grindavíkur taka þátt í mótinu en Njarðvíkingar verða ekki með að þessu sinni.

Í A-riðli verða Keflavík, Snæfell, Borgarnes, Grindavík og ÍR. Í B-riðli verða svo Hamar, Fjölnir, Haukar, KR og Valur.

Leiktíminn verður 2x12 mínútur án leikhléa. Úrslitaleikur mótsins verður 2x18 mínútur með einu leikhléi. Að öðru leyti gilda reglur KKÍ um körfuknattleik.

Keflavík leikur sinn fyrsta leik á föstudaginn gegn ÍR og hefst sá leikur kl. 18.00. Þar strax á eftir eða kl. 19.00 mætast Grindavík og Borgarnes. Mótinu lýkur á sunnudaginn 5. september með úrslitaleik sem hefst kl. 20.00.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024