Keflavík og Grindavík áfram í bikarnum
Keflavík sigraði Skallagrím, 116:99, í Borganesi í 32-liða úrslitum bikarkeppni KKÍ og Doritos í kvöld. Grindavík burstaði Stjörnuna í Garðabæ, 103:62, í sömu keppni. Þess má geta að B-lið Keflavíkur tapaði í gær gegn úvalsdeildarliði Vals í bikarnum, 113:91, eftir að hafa haldið í við þá framan af.